Nįmskeiš

| Fleira

Klifiš · Sushi nįmskeiš

Fyrirtęki: Klifiš - Fręšslusetur
Heimilisfang / Address: Langalķna
Borg / Bęr: Garšabęr
Póstnśmer: 210
Landshluti: Stór-Reykjavķkursvęšiš
ƞetta tƶlvupĆ³stfang er variĆ° gegn ruslpĆ³sts Ć¾jƶrkum, ƞĆŗ verĆ°ur aĆ° hafa JavaScript virkt til aĆ° sjĆ” Ć¾aĆ°.
Heimasķša/Website
Um nįmskeišiš:

Sushinámskeið · Reykjavík og Garðabæ

GRANDAGARÐI og sjálandsskóla

AÐ HÆTTI SNORRA

Gerðu þitt eigið sushi undir leiðsögn eins besta sushikokks landsins

Námskeiðið hefst á fyrirlestri um sushi og hvað þarf að passa sig á við val á hráefni, hvernig á að meðhöndla hrísgrjónin o.s.f.v. Síðan verður sýnikennsla á makirúllum bæði stórum og litlum og þar næst fá allir að prófa sig áfram. Eftir rúllugerðina verður kennt að búa til nigiri (bátarnir). 

Allir fá að reyna sjálfir, hvernig maður sker fiskinn og mótar grjónin o.þ.h. 

Að lokum færð þú að njóta afraksturins á staðnum og taka eigið sushi með heim.
Allir þátttakendur fá sushi-byrjendapakka og geisladisk frá Blue Dragon.

Við leggjum mikið upp úr því að þátttakendur séu virkir og fái að prófa sjálfir, "HANDS ON" 
Það eina sem þátttakendur þurfa taka með sér er blað og penni. 
Á staðnum verður verður alls konar sushi varningur til sýnis og fróðleiks.


 • Námskeiðisnúmer: V123302
 • Staðsetning: Víkin Grandagarði og Sjálandsskóli Garðabæ 
 • Fjöldi skipta: 1 skipti
 • Kennslustundir: 4,5
 • Vikudagur: þriðjudagur
 • Tími: 19:00 - 22:00
 • Aldur: Fullorðnir
 • Verð: 12900
 • Niðurgreiðsla:

   

  Mörg stéttarfélög niðurgreiða tómstundanámskeið fyrir félagsmenn sína.  Átt þú rétt á niðurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagi? Sjá nánar hér

   

Kennari

Snorri Birgir Snorrason

SNORRI BIRGIR SNORRASON

Snorri er einn besti sushikokkur landsins með áralanga reynslu, án efa einn víðförlasti kokkur landsins. 
Hann hefur unnið víða í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan.
Hann menntaði sig í  sushifræðum í Kaupmannahöfn og Tokyo.
Snorri átti og rak Sticks´n´Sushi, einn af vinsælli veitingastöðum borgarinnar um árabil.


Kennsla / umsjón: Snorri B. Snorrason

Report Listing
Date added: 2011-10-08 18:45:22   

RSS Feeds