Nßmskei­

| Fleira

Dansskˇli Jˇns PÚturs og K÷ru

Dansskˇli Jˇns PÚturs og K÷ru
FyrirtŠki: Dansskˇli Jˇns PÚturs og KÍru
Heimilisfang / Address: Valsheimili­ a­ HlÝ­arenda
Borg / BŠr: ReykjavÝk
Pˇstn˙mer: 101
Landshluti: Stˇr-ReykjavÝkursvŠ­i­
├×etta t├Âlvup├│stfang er vari├░ gegn ruslp├│sts ├żj├Ârkum, ├×├║ ver├░ur a├░ hafa JavaScript virkt til a├░ sj├í ├ża├░.
HeimasÝ­a/Website
Um nßmskei­i­:

Námskeið skólans skiptast í tvær annir, haustönn og vorönn.  Haustönn er tímabilið september - desember og vorönn tímabilið janúar – apríl.  Á hvorri önn er boðið upp á dansleiki fyrir nemendur skólans og í lok hvorrar annar er haldin nemendasýning.

Börn 3-4 ára
3 – 4 ára börn læra dansa þar sem fléttað er saman dansi, söng og leik.  Kenndir eru dansar s.s. Fugladansinn, Hundadansinn ofl. þar sem þau fá mikla útrás fyrir þá hreyfiþörf sem þau hafa.  Kennt er einu sinni í viku í 40 mínútur í senn.

 

 Börn 5-6 ára
5 – 6 ára börn læra sígilda barnadansa s.s. Fingrapolka og Skósmiðadansinn svo eitthvað sé nefnt og fyrstu sporin í samkvæmisdönsum.  Auk þess er lögð áhersla á að þroska samskipti barnanna á milli.  Kennt er einu sinni í viku í 40 mínútur í senn.

 

 Börn 7-9 ára byrjendur
Á dansnámskeiðum fyrir 7-9 ára byrjendur eru kennd fyrstu sporin í nokkrum samkvæmisdönsum s.s Cha Cha Cha, Enskur vals, Samba og Jive.  Kennd eru fyrstu sporin af Skottís og léttir Freestyledansar.  Einnig læra þau fjöruga partýdansa.  Lögð er áhersla á eðlileg samskipti og snertingu á milli kynja.  Kennt er einu sinni í viku í 50 mínútur í senn.

 

 10 ára og eldri byrjendur
Hjá eldri börnum og unglingum eru kenndir almennir samkvæmisdansar og nokkrir af gömlu dönsunum.  Mest áhersla er lögð á suður-amerísku dansana Cha Cha Cha, Jive og Samba.  Kennt er einu sinni í viku í 50 mínútur í senn.

 

 Börn og unglingar framhald
Á framhaldsnámskeiðum er haldið áfram að byggja upp á þeim grunni sem börnin hafa lært og bætt inn fleiri dönsum og sporum.  Kennt er einu sinni til fjórum sinnum í viku.

 

 Freestyle 10 ára og eldri
Á Freestyle dansnámskeiðinu eru kenndir dansar þar sem dansað er við vinsælustu tónlistina.  Stigin eru spor og dansaðar hreyfingar sem bregður fyrir á tónlistarmyndböndum.  Sett verður upp atriði sem sýnt verður á nemendasýningu skólans.  Kennt er tvisvar sinnum í viku í 50 mínútur í senn.

 

 

 

Hip hop
Farið verður vandlega í undirstöðuatriði í Hip Hop.  Kennd verða grunnsporin og  settir verða saman tveir dansar á önninni.  Kraftmiklir tímar undir nýjustu danstónlistinni.  Allt það heitasta úr dansmenningu Bandaríkjanna.  Ef  þú fílar So You Think You Can Dance þá eru þetta tímar fyrir þig.

 

 

 Break/Street 7 ára og eldri
Breakdance sem oft er kallað „b-boy“ eda“b-girl“, er einn vinsællasti dansstíll í heiminum í dag.  Breakdans varð til í fátækrahverfum New York borgar þar sem klíkukrakkarnir fóru að kljást með rappi og dansi frekar en kylfum og sveðjum.  Dansinn varð strax mjög vinsæll um allan heim bæði meðal stráka og stelpna.  Breakdans byggist á fjórum atriðum þ.e. “Toprock”, “Downrock”, “Power Moves” og “Freezes”.  Breakdans er ein tegund af “Street dance” þar sem saman fer líkamleg hreyfing, samhæfing, stíll og fagurfræði.  Það sem hefur gert Breakdans svo vinsælan er að hann er mjög frjáls dans sem byggist á ákveðnum grunni og síðan getur hver dansari þróað sinn stíl.  Einnig er hægt að dansa Breakdans við flestar tegundir tónlistar.   Sett verður upp atriði sem sýnt verður á nemendasýningu skólans.  Kennt er einu sinni í viku í 50 mínútur í senn.

 

 Samkvæmisdansar - Fullorðnir
Fyrir fullorðna er boðið upp á námskeið í samkvæmisdönsum.  Á námskeiðinu fyrir byrjendur eru kenndir suður-amerískir dansar sem nýtast á dansleikjum s.s. Jive, Cha Cha Cha, Mambó og Salsa ásamt Tjútti og fleiri dönsum. Í framhaldshópum bætast við fleiri suður-amerískir dansar og Ballroomdansar s.s. Tango, Samba og Vínarvals.  Einnig er bætt við sporum í þeim dönsum sem fólk kann fyrir. Kennt er einu sinni í viku í 75 mínútur í senn.

 

 

 

 


 
Salsa - Fullorðnir
Lögð verður mest áhersla á LA style Salsa en jafnframt kennt Cuban style Salsa.  Einnig verður farið í Merengue, Bachata og Rueda de Casino þó svo að megináherslan verði á para salsa  Þetta eru skemmtilegir dansar við hina seiðandi suðrænu tónlist sem höfðar svo vel til okkar Íslendinga.  Kennt er einu sinni í viku í 10 vikur í 50 mínútur í senn.  Boðið er upp á bæði byrjenda- og framhaldshópa.

 

 Zumba
Zumba Fitness hefur verið tekið opnum örmum af Íslendingum.  Zumba Fitness er æfingaprógram sem byggist upp á suður-amerískum dönsunum Salsa, Merenge, Raggeton, Cha Cha Cha , Samba, Cumbia og fleiri dönsum.  Markmið tímanna er að fólk hreyfi sig, fái styrk, mikla brennslu og hafi gaman af því.  Það var Beto Perez eróbikkkennari sem hafði gleymt tónlistinni sinni heima og tók það ráð að nota tónlist úr sínu persónulega safni í kennsluna.  Þetta gerði mikla lukku hjá nemendunum hans og úr varð þetta ævintýri sem ætlar engan endi að taka.  Í dag er Zumba kennt á 90.000 stöðum í 110 löndum.  Kennt er tvisvar sinnum í viku.Report Listing
Date added: 2011-09-16 13:27:11   

RSS Feeds