Námskeið

| Fleira

Afró með Sigrúnu Grendal og félögum

Afró með Sigrúnu Grendal og félögum
Fyrirtæki: Klifið Símenntun í Garðabæ
Heimilisfang / Address: Langalína 11
Borg / Bær: Garðabær
Póstnúmer: 210
Landshluti: Stór-Reykjavíkursvæðið
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Heimasíða/Website
Um námskeiðið:upplýsingarAfródansinn sem kenndur er kemur aðallega frá Gíneu í Vestur- Afríku. Tímarnir eru líflegir og ótrúlega skemmtilegir. Afródansinn er fjölbreyttur og getur verið seiðandi og kynngimagnaður og svo hraður og orkumikill. Lifandi trommutónlist er í hverjum tíma. Allir geta dansað afró. Það er einmitt svo heillandi við afródansinn að hann höfðar til allra sem á annað borð hafa gaman af því að dansa. Það er alls ekki nauðsynlegt að lít...a út eins og ballettdansari en það er nauðsynlegt að leyfa sér að njóta þess að hreyfa sig og dansa undir leiðsögn frábærra kennara við undirleik frábærra trommara. Auk þess að brenna miljón kaloríum í hverjum tíma fyllist sálin bæði orku og gleði.

Nemendurnir tala um að þeir finni fyrir ótrúlegri gleði og útrás eftir hvern tíma. Margar konur tala um að karlarnir þeirra hreinlega reki þær í tímann því þeim finnst þær svo æðislegar þegar þær koma heim.

Tímarnir eru tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 19:40 – 20:55. Einnig
Hver tími er 75 mínútur.
Kennslan fer fram í glæsilegum danssal Sjálandsskóla

Kennarar Afróskólans eru:
Baba Bangoura - dans og trommur
Sigrún Grendal - dans
Agnes Guðmundsdóttir - dans
Cheick Bangoura – trommur

Um kennarana: Kennararnir hafa allir mikla reynslu á sínu sviði. Sigrún er með fyrstu afródönsurunum hér á landi og hefur numið afródans um árabil hjá virtustu danskennurum Gíneu. Agnes hefur einnig dvalið langdvölum í Gíneu og numið afródans og trommuleik. Saman hafa þær mæðgur staðið fyrir ýmsum námskeiðum og uppákomum utan lands sem innan. Baba er með eftirsóttari danskennurum í Gíneu. Hann var aðal stjórnandi þekkts og margverðlaunaðs dansflokks í Gíneu, Sourakhata. Cheick kemur einnig frá Gíneu og er frábær trommari. Hann hefur búið hér á landi um árabil og barið bumburnar víða.


Skráning hér

http://klifid.is/index.php?option=com_ckforms&view=ckforms&id=1&Itemid=12

Við hvetjum þið eindregið til að gerast vinir okkar á facebook með því að klikka hér


Kennsla / umsjón: Sigrún Grendal

Report Listing
Date added: 2010-09-22 19:35:07   

RSS Feeds