Hvað við getum við gert fyrir þig...

Hér á namskeid.is áttu að geta fundið flest þau námskeið sem eru í boði á Íslandi á hverjum tíma.

Til notenda Namskeid.is.

Það er mikið af allskyns áhugaverðum námskeiðum í boði á Íslandi og erfitt að fylgjast með hvar, hverjir og hvenær þau námskeið sem þú hefur áhuga fyrir eru haldinn.

Nú er svo komið að flestar stóru leitarvélarnar eru að verða of stórar og það er virkilega erfitt að finna nákvæmlega það sem leitað er eftir vegna mikils magns óþarfa upplýsinga í leitarniðurstöðum. Þetta á sérstaklega við um hluti eins og námskeið því það eru ótal mörg áhugaverð námskeið í boði í hverri viku.

Hver kannast ekki við að sjá eða heyra auglýsingu um námskeið sem er virkilega áhugavert en týnir síðan auglýsingunni eða náðir ekki að skrifa hjá þér upplýsingar sem þú heyrir í sjónvarps eða útvarps auglýsingu og veist síðan ekki hvar á að leita að viðkomandi námskeiði.

En nú stefnum við að því að þú getir fundið flest þau námskeið sem eru að fara í gang hér á námskeid.is Þú ferð bara inná þann flokk sem þú hefur áhuga fyrir og leitar að námskeiði sem hentar þér. Ef það eru einhver námskeið sem þú ekki finnur máttu endilega senda okkur email á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og segja okkur frá því námskeiði og við munum skrá það inn á síðuna.

Til Námskeiðs haldara:

Ef þú ert að fara í gang með námskeið af einhverju tagi sem þú telur að eigi heima á þessari síðu og vilt koma því á framfæri þá getur þú sent okkur email á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og við munum hafa samband við þig.

Leggjum nánast heiminn að fótum þér... Heimurinn að fótum þér...