Í boði

Hvað verður í boði á namskeid.is

Við munum leitast við að vera alltaf með flest þau námskeið á síðunni sem eru að fara í gang á hverjum tíma. Auk þess geturðu fundið hér flest þau námskeið sem eru í boði allt árið eins og ökunám, tölvunámskeið og öll námskeið frá þeim aðilum er bjóða námskeið allt árið.

Við munum einnig vera með allskyns sniðug, hentug og skemmtileg námskeið sem hægt er að horfa á í beinni svo kölluð “live” námskeið og þar eru námskeið einsog Word, Excel, mannleg samskipti, jóga, líkamsrækt, leikja námskeið og margt margt fleira í boði. Auk þess munum við bjóða uppá allskyns áhugaverð erlend námskeið sem hægt er að skrá sig inná frítt eða gegn gjaldi og þar er um ótal möguleika að ræða. Einnig ef þú ert með eða veist um eitthvað áhugavert námskeið í þessum dúr máttu endilega senda okkur línu á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og við munum skoða að setja það inná síðuna.